Stjórn sjóðsins
Núverandi stjórn var kosin í maímánuði 2020. Í stjórn sitja Bergþór Guðmundsson, Viðar Þorsteinsson og svo Margrét Vagnsdóttir sem fulltrúi Háskólans á Bifröst.
Formaður fyrstu stjórnar Hollvinasjóðsins var Óli H.Þórðarson, fyrrv. framkvæmdastjóri Umferðarráðs (útskr.1964), gjaldkeri var Viðar Þorsteinsson, fyrrv. viðskiptastjóri Íslandsbanka (útskr.1965) og Þorvaldur Tómas Jónsson (útskr.1991), fyrrv. framkvæmdastjóri fjármála við Háskólann á Bifröst var ritari. Þeir Óli H. og Viðar sátu í stjórninni af hálfu Hollvinasamtaka Bifrastar, en stjórn Háskólans á Bifröst tilnefndi Þorvald.