Hollvinasamtökin

Vissir þú að þú væri hollvinur?
Hafirðu útskrifast frá Samvinnuskólanum, Samvinnuháskólanum, Viðskiptaháskólanum eða Háskólanum á Bifröst, þá ertu það svo sannarlega og við viljum efla samskiptin við þig!

Tengslamyndun
Hollvinasamtök Bifrastar halda utan um þann dýrmæta mannauð sem Bifrestingar eru og er markmið samtakanna að  hvetja til og viðhalda tengslum félagsmanna auk þess að styðja við uppbyggingu og skólastarf á Bifröst eftir því sem aðstæður og fjárráð leyfa.
Í því skyni reyna samtökin að efla tengsl með viðburðum líkt og Hollvinahátíð, golfmóti, endurfundum og fjölskylduhátíð, svokallaðir tengslamyndandi viðburðir.

Við viljum heyra í þér
Við hvetjum þig til að vera í sambandi við samtökin ef þú lumar á góðri hugmynd, vilt koma á framfæri ábendingu eða tillögum um atburð á komandi starfsári, eða hefur áhuga á að leggja stjórninni lið með öðrum hætti með því að senda póst á hollvinir@bifrost.is.