Fylgibréf
Fylgibréf er orðið mikilvægur þáttur í umsóknarferlinu og æ oftar sem beðið er sérstaklega um slíkt þegar störf eru auglýst.
Við gerð fylgibréfa er mikilvægt að hafa eftirfarandi í huga:
1. Stílaðu bréfið á ráðningarfulltrúa eða þann sem er tengiliður samkvæmt auglýsingu
2. Tilgreindu afhverju þú ert góður kostur fyrir fyrirtækið
- Hafðu auglýsinguna til hliðsjónar til að kanna hvaða kostum verið er að leita eftir
3. Tilgreindu ástæðu þess að þú sækir um þetta starf
4. Hver er núverandi staða þín á vinnumarkaði eða skóla
5. Segðu í hverju menntun þín, starfsreynsla og eiginleikar liggja
6. Gott er að lýsa yfir áhuga á að komast í viðtal og gera betur grein fyrir sjálfum sér
7. Upplýsingar um hvernig er best að ná í þig
8. Vinsamleg kveðja og undirskrift.