Markmið

Markmið Hollvinasamtaka Bifrastar er að efla og viðhalda tengslum milli allra yngri og eldri nemenda Háskólans á Bifröst og annarra sem bera hag skólans fyrir brjósti. Hollvinasamtökin skulu styðja við uppbyggingu og efla skólastarf á Bifröst ásamt því að greiða aðgang félagsmanna að starfsemi og þjónustu skólans. 

Hollvinasamtök Bifrastar ætla sér að ná þessum markmiðum með því að eiga aðild að stjórn Háskólans á Bifröst, aðild að stjórn Stofnunar Jónasar Jónssonar frá Hriflu. Stjórn samtakanna mun einnig ná fram markmiðum sínum með annarri starfssemi, er stjórn samtakanna og aðalfundur ákveða hverju sinni og nýta eignir og ráðstafa tekjum í samræmi við markmið samtakanna.