Hollvinahátíð

Einn af viðburðum Hollvinasamtaka Bifrastar er Hollvinahátíðin sem haldin hefur verið í nokkur skipti.

Tilgangur hátíðarinnar er að gefa núverandi og fyrrverandi nemendum við Háskólann á Bifröst tækifæri til að hittast, kynnast og efla tengslin. Er það von samtakanna að hollvinir nær og fjær sem og nemendur og starfsfólk gleðjist saman yfir gömlum minningum og búi til nýjar sameiginlegar.