Félagatal

Unnið er að því að setja félagatal samtakanna saman svo auðvelt verði að finna fyrrum nemendur við Háskólann á Bifröst. Einnig mun félagatalið nýtast þeim úrskriftarárgöngum sem vilja sameinast og halda uppá útskriftarafmæli líkt og margir hópar hafa gert í gegnum tíðina. Að jafnaði koma tveir til fjórir árgangar árlega til Bifrastar til að skoða skólann, fá leiðsögn um svæðið og jafnvel kvöldverð og gistingu á Hótel Bifröst. Útskriftarhóparnir hafa þá verið að halda upp á 20, 30, 40 eða 50 ára útskriftarafmæli.