Viðburðir

Eitt af markmiðum Hollvinasamtaka Bifrastar er að efla tengsl milli yngri og eldri nemenda Háskólans á Bifröst, svo sem með því að halda reglulega viðburði. Hollvinasamtökin hafa m.a. staðið fyrir Hollvinahátíð, golfmótum, fjölskyldudegi í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum og svo Endurfundum í Reykjavík.

Þá er það vilji Hollvinasamtakanna að halda námskeið og kynningar fyrir Hollvini þeim að kostnaðarlausu.