Lög félagsins

Lög Hollvinasamtaka Bifrastar

1. gr.


Nafn samtakanna er:  Hollvinasamtök Bifrastar, skammstafað HSB.

2. gr.


Markmið HSB er að starfa í anda hollvinasamtaka með því að:

a)    Efla og viðhalda tengslum milli allra yngri og eldri nemenda skólans og annarra sem bera hag skólans fyrir brjósti.

b)    Styðja við uppbyggingu og að efla skólastarf á Bifröst.

c)    Greiða aðgang félagsmanna að starfsemi og þjónustu skólans.

Markmiðum sínum hyggjast samtökin ná:

a)    Með því að eiga aðild að stjórn Háskólans.

b)    Með því að eiga aðild að stjórn Stofnunar Jónasar Jónssonar frá Hriflu.

c)    Með því að halda uppi annarri starfsemi, er stjórn samtakanna og aðalfundur ákveða.

d)    Með því að nýta eignir og ráðstafa tekjum í samræmi við markmið samtakanna.

3. gr.


Félagar samtakanna geta allir orðið, er stunda eða stundað hafa nám í Samvinnuskólanum, Samvinnuháskólanum, Viðskiptaháskólanum á Bifröst og Háskólanum á Bifröst. Einnig fyrrverandi og núverandi starfsmenn skólans.

Allir útskrifaðir nemendur skólans eru sjálfkrafa félagar nema þeir óski sérstaklega eftir að verða það ekki. Aðrir þurfa að sækja um inngöngu í samtökin og skal inntaka þeirra staðfest á aðalfundi ár hvert.

4. gr.


Ekki verða innheimt félagsgjöld í samtökunum.

Haldin skal félagaskrá.

5. gr.


Reikningsár samtakanna er frá 1. apríl til 31 mars ár hvert. Reikningar skulu lagðir fram á aðalfundi. Skulu skoðunarmenn reikninga þá hafa endurskoðað reikningana og áritað þá.

6. gr.


Aðalfundur samtakanna skal haldinn árlega í síðasta lagi 20. apríl. Til hans skal boðað með a.m.k. 7 daga fyrirvara, með því að senda tölvupóst á póstlista samtakanna og nemenda ásamt því að birta boðun á heimasíðu félagsins.Reyna skal að boða bréflega til þeirra sem ekki eru með skráðan tölvupóst. Aðalfundur er lögmætur sé rétt til hans boðað samkvæmt framansögðu.

7. gr.


Á aðalfundi skulu tekin fyrir þessi mál:

1.  Inntaka nýrra félaga.

2.  Skýrsla stjórnar HSB.

3.  Skýrsla fulltrúa HSB í stjórn Háskólans á Bifröst.

4.  Reikningar HSB lagðir fram til samþykktar.

5.  Lagabreytingar.

6.  Kosning stjórnar, skoðunarmanna reikninga og nefnda.

7.  Kosning fulltrúa í stjórn Háskólans á Bifröst

8.  Önnur mál.

8. gr.


Stjórn samtakanna skal skipuð þremur aðalmönnum og tveimur til vara. Rektor skipar einn aðalmann en aðalfundur kýs í hvert sinn til tveggja ára einn stjórnarmann og annan til vara. Stjórnin skiptir sjálf með sér verkum.

9. gr.


Á hverjum aðalfundi skulu kosnir tveir skoðunarmenn reikninga og einn til vara, er hafa skulu eftirlit með reikningum samtakanna.

10. gr.


Stjórnin skal annast málefni samtakanna milli aðalfunda og getur hún skipað félagsmenn sér til aðstoðar í þágu þess. 

11. gr.


Stjórn HSB skal skipa fulltrúaráð að loknum aðalfundi ár hvert. Skal það skipað einum fulltrúa úr hverjum árgangi útskrifuðum frá Bifröst. Fulltrúarnir starfa sem tengiliðir milli stjórnarinnar og félaga HSB innan sinna árganga við framkvæmd ýmissa málefna samtakanna.

12. gr.


Á aðalfundi annað hvert ár skal kjósa 1 aðalfulltrúa í stjórn Háskólans á Bifröst og einn til vara til tveggja ára, í fyrsta sinn á aðalfundi 2006. Stjórn samtakanna skal leggja fram  tilnefningar þessara fulltrúa á fundinum og síðan skal aðalfundarfulltrúum gefinn kostur á að bæta við tilnefningum. Kosningin skal bundin við fram komnar tilnefningar.

13. gr.


Einfaldur meirihluti atkvæða ræður úrslitum á fundum samtakanna. Lögum þessum verður  ekki breytt nema á aðalfundi og þarf til þess tvo þriðju hluta atkvæða. 

14. gr.


Lög þessi öðlast þegar gildi og falla þá jafnframt úr gildi eldri lög Hollvinasamtakanna frá 2013.

Þannig samþykkt á aðalfundi 25. maí 2020 að Suðurlandsbraut 22 í Reykjavík.