Ráðningarskrifstofur

Ráðningarfyrirtæki þurfa að vera með hæfa umsækjendur á skrá víðsvegar að af landinu en þar koma Bifrestingar sterkir inn, enda stunda nemendur á Bifröst fjarnám og eru því um land allt.

Hollvinir sem eru að leita sér að starfi er bent á að ekki eru öll störf auglýst. Því getur verið mikilvægt að leggja inn almenna umsókn hjá ráðningarfyrirtækjum til að vera meðal þeirra sem fyrirtækin skoða þegar leitað er að starfsfólki í óauglýst störf.

Vill stjórn Hollvinasamtaka Bifrastar benda á Hagvang sem góðan kost við leit að starfi. 

Hér eru fjórar leiðir sem Hagvangur notar til að finna réttan einstakling í þau störf sem fyrirtækið vinnur með hverju sinni: 

  1. Eingöngu er leitað í gagnagrunni Hagvangs án þess að starfið sé nokkurn tíma auglýst. 

  2. Starfið er auglýst á heimasíðu Hagvangs. Í þeim tilfellum leita ráðgjafar í gagnagrunni og yfirfara allar umsóknir sem berast í kjölfar auglýsingar.

  3. Starfið er auglýst í dagblaði og á heimasíðu Hagvangs. Ráðgjafar fara þá fyrst og fremst yfir þær umsóknir sem berast í kjölfar auglýsingar.

  4. Starf er ekki auglýst og er eingöngu stuðst við tengslanet og haft samband við þann aðila sem áhugaverður þykir fyrir viðkomandi stöðu. Leit sem þessi er gjarnan notuð fyrir leit að stjórnendum og sérfræðingum.