Hótel Bifröst
Hollvinasamtökin selja gjafabréf fyrir gistingu á Hótel Bifröst með 20% afslætti til Hollvina. Gjafabréfin eru skreytt fallegum myndum og eru tilvalin gjöf fyrir hverskyns tækifæri.
Hótel Bifröst er notalegt hótel á fallegum stað í hjarta Borgarfjarðar. Hótelið er staðsett við þjóðveg eitt - 102 kílómetrum frá Reykjavík og því í aðeins eins og hálftíma akstursfjarlægð frá höfuðborginni. Á Hótel Bifröst eru 51 rúmgóð, björt og hlýleg tveggja manna herbergi. Öll herbergin eru með sér snyrtingu og sturtu, gervihnattasjónvarpi og internettengingu. Lyfta er á hótelinu og því gott aðgengi fyrir fatlaða. Hægt er að bóka ráðstefnur, fundi eða námskeið til að halda á hótelinu en þar er að finna sali af öllum stærðum og gerðum. Morgunverður er borinn fram milli kl. 08:00 - 10:00.
Panta þarf gjafabréf með því að senda tölvupóst á hollvinir@bifrost.is og er gjafabréfið sent til viðkomandi.
Golfvöllurinn Glanni
Hollvinir geta keypt gjafbréf á Golfvöllinn Glanna með 20% afslætti ef keypt er í gegnum vefsíðu Hollvinasamtaka Bifrastar. Frábær gjöf til golfáhugamanna þar sem þeir geta notið sín í náttúru Grábrókarhrauns.
Golfvöllurinn Glanni er níu holu völlur og staðsettur í stórbrotinni náttúru nálægt fossinum Glanna og er því völlurinn í göngufæri frá Háskólanum á Bifröst. Þess má svo geta að Hollvinir fá sjálfkrafa 50% afslátt af vallargjöldum gegn framvísun Hollvinakortsins. Það marg borgar sig að kaupa Hollvinakortið, enginn gildistími er á kortinu.
Panta þarf gjafabréf með því að senda tölvupóst á hollvinir@bifrost.is og er gjafabréfið sent til viðkomandi.